Ferill 1004. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1469  —  1004. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um grjótkast.

Frá Sigurjóni Þórðarsyni.


     1.      Hve margar bifreiðar urðu fyrir skemmdum vegna grjótkasts eftir að klæðning var lögð á Þverárfjallsveg og veg um Torfulækjarflóa árin 2023–2024 og hver var heildarkostnaður vegfarenda vegna skemmdanna?
     2.      Ef fjöldi bifreiða sem hafa orðið fyrir tjóni liggur ekki fyrir, hyggst ráðherra gera athugun á því hve margar bifreiðar hafi orðið fyrir tjóni á umræddum vegarköflum, svo sem með því að afla upplýsinga frá tryggingafélögum?
     3.      Hyggst ráðherra grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir grjótkast á umræddum vegum?
     4.      Hve margar bifreiðar hafa orðið fyrir tjóni vegna grjótkasts eftir nýlagða klæðningu eða vegna tjörublæðinga árin 2020–2024 og hvað hafa slíkar skemmdir valdið miklu fjárhagslegu tjóni á sama tímabili?
     5.      Hver ber ábyrgð á því að bæta tjón sem hlýst vegna grjótkasts eftir nýlagða klæðningu eða vegna tjörublæðinga?


Skriflegt svar óskast.